Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] lækkaði um 0,8% og er 5.052 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 5,5 milljörðum króna. Veltan á skuldabréfamarkaði var öllu líflegri en hún nam 29,7 milljörðum króna.

Danska vísitalan OMXC  hækkaði um 0,7%, norska vísitalan OBX hækkaði um 3% og sænska vísitalan OMXS hækkaði um 0,1%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Century Aluminium [ CENX ] hækkaði um 6,7%, Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] hækkaði um 1%, Eik banki [ FO-EIK ] hækkaði um 0,5%, Teymi [ TEYMI ] hækkaði um 0,4% og Atorka [ ATOR ] sömuleiðis.

365[ 365 ] lækkaði um 10,3% í veltu sem nemur 22,4 milljónum króna, FL Group [ FL ]  lækkaði um 3,7%, Marel [ MARL ] lækkaði um 3%, Spron [ SPRON ] lækkaði um 2,4% og Straumur [ STRB ] lækkaði um 2,1%.