Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,6% í dag og stóð í 653 stigum við lok markaða samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Úrvalsvísitalan lækkaði 0,4% í síðustu viku en tók að hækka við opnun í morgun.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga en það er Össur sem leiddi hækkanir dagsins. Félagið hækkaði um 6,2% en mestöll viðskipti í Kauphöllinni í dag voru með bréf í Össur.

Velta með hlutabréf var um 223 milljónir krónur en þar af eru tæpar 180 milljónir með bréf í Össur.

Þá er velta fyrir tæpar 22 milljónir króna í Century Aluminum og tæpar 16 milljónir króna með bréf í Marel.