Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,68% og er 7.859 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 6,7 milljörðum króna.

Actavis Group hækkaði um 11,89% í kjölfar yfirtökutilboðs Novators, Marel hækkaði um 4,58%, Eimskip hækkaði um 2,91%, Landsbankinn hækkaði um 1,57%, Straumur-Burðarás hækkaði um 1,5%.

Icelandic Group lækkaði um 0,6% og 365 lækkaði um 0,28%.

Gengi krónu styrktist um 0,64% og er 116,4 stig.