Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,07% og er 6.244 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Markaðvakt Mentis. Veltan nam 6.299 millljónum króna.

Actvis Group hækkaði um 2,83% en félagið birti uppgjör sitt, sem var yfir væntingum greiningaraðila, eftir lokun markaðar í gær, Marel hækkaði um 1,94%, Alfesca hækkaði um 0,62%, Straumur-Burðarás hækkaði um 0,59% og Össur hækkaði um 0,44%.

Glitnir lækkaði um 0,88%, Icelandic Group lækkaði um 0,63%, Mosaic Fashions lækkaði um 0,59%, FL Group lækkaði um 0,44% og Dagsbrún lækkaði um 0,43%.

Gengi krónu styrktist um 0,17% og er 119,6 stig.