Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,47% og er nú 6.017,26, samkvæmt upplýsingum Kauphallarinnar.

Velta Kauphallarinnar var 1.978 milljónir króna við lok dags.

Flaga Group hækkaði um 2,19%, Marel um 1,32%, Straumur-Burðarás um 1,24%, Össur um 1,21% og Actavis hækkaði um 1,07%.

Actavis gerði í dag formlegt tilboð í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva, sem var mun hærra en tilboð samkeppnisaðilans, Barr Pharmaceuticals.

Icelandic Group lækkaði um 1,27%, Glitnir um 0,50%, Dagsbrún um 0,39%, Bakkavör um 0,37% og Alfesca um 0,22%.

Krónan styrktist um 0,28% og er nú gengisvísitalan 122,03, samkvæmt upplýsingum Kaupþings banka.