Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,10% og er 5.476,56 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Alfesca hækkaði um 3,63% en undanfarna sjö daga hefur félagið hækkað um 8,98%, Atorka Group hækkaði um 2,12%, Landsbankinn hækkaði um 0,98%, Avion Group hækkaði um 0,60% og Dagsbrún hækkaði um 0,53% en í gærkvöldi var félaginu tilkynnt um að Samkeppniseftirlitið hafi ógilt samruna Senu og Dagsbrúnar. Dagsbrún mun skjóta ákvörðuninni til Áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

?Haldi úrskurður Samkeppnisráðs hefur það neikvæð áhrif á rekstur Dagsbrúnar þar sem uppbygging rekstrar samstæðunnar miðaðist við að Sena væri hluti samstæðunnar. Dagsbrún leggur áherslu á miðlun efnis umfram tækniþróun og voru kaupin á Senu liður í eflingu þeirrar stefnu," segir greiningardeild Glitnis.

Tryggingamiðstöðin lækkaði um 10% í viðskiptum upp á 70 þúsund krónur en það er engin viðskiptavakt með bréf félagsins. Straumur-Burðarás lækkaði um 1,64% en nú hafa breytingar orðið á eignarhaldi með það að markmikið að lægja ófriðaröldur sem hafa verið innan stjórnar. FL Group er orðinn stærsti einstaki hluthafinn í fjárfestingarbankanum.

Vinnslustöðin lækkaði 1,20%, FL Group lækkaði um 1,14% en korteri fyrir lokun markaðar tilkynnti félagið um að hafa bætt við hlut sinn í Royal Unibrew A/S og á eftir kaupin 20,47% og Marel lækkaði um 0,85%.

Gengi krónu veiktist um 0,52% og er skráð 132,94 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.