Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,72% og er 5.355,54 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Sérfræðingar telja að rekja megi lækkunina að hluta til almennra lækkana á erlendum hlutabréfamörkuðum sem og það að Fitch Ratings, sem breytti lánshæfishorfum ríkissjóðs í neikvæðar úr stöðugum í febrúar, sagði í gær að líkur á harðri lendingu íslensku hagkerfisins hafi aukist.

?Hætta á harði lendingu hefur aukist síðan í febrúar. Stýrivextir hafa hækkað um 175 punkta síðan þá. Það tekur tíma fyrir stýrivaxtahækkanir hafa áhrif," segir Paul Rawkins, sérfræðingur hjá Fitch Ratings.

Atlantic Petroleum er eina félagið sem hækkaði nam sú hækkun 0,69%.

Alfesca lækkaði um 6,20%, Össur lækkaði um 3,67%, Bakkavör Group lækkaði um 3,52%, FL Group lækkaði um 2,78% og Landsbankinn lækkaði um 2,43%.

Gengi krónu veiktist um 0,92% og er gengisvísitalan 132,16 stig, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.

Bandaríkjadalur hækkaði um 0,67% og er skráður 75,62. Evra hækkaði um 1,08% og er skráð 95,48 stig.