Úrvalsvísitalan (OMXI6) lækkaði um 3,8% í dag og stóð við lok markaða í 892 stigum samkvæmt Markaðsvaktinni.

Vísitalan lækkaði um 1,4% í gær, hélt áfram að lækka jafnt og þétt í dagog hefur nú lækkað um 5,4% það sem af er þessari viku.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 2,3% og stendur nú í 296 stigum.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga í Kauphöllinni en líkt og síðustu daga hreyfðust aðeins sex félög í dag, þrjú hækkuðu og þrjú lækkuðu.

Það var helst Alfesca sem leiddi lækkanir dagsins en félagið lækkaði um 9,7% en velta með bréf í félaginu nam þó aðeins um 1.350 þúsund krónum. Þá lækkaði Straumur (sem vegur þungt í Úrvalsvísitölunni) um 9%.

Velta með hlutabréf var um 265 milljónir króna en þar af voru tæpar 222milljónir króna með bréf í Straum en talsverður fjöldi viðskipta var með bréf í Straum, þriðja daginn í röð, eftir að bankinn tilkynnti um kauprétti starfsmanna félagsins á mánudag.

Þá var velta fyrir rúmar 12 milljónir króna með bréf í Össur, rúmar 8 milljónir króna með bréf í Marel en sáralítil velta var með bréf í öðrum félögum.

Velta með skuldabréf nam í dag um 8,9 milljörðum króna.