Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,1% í dag og er 4.163 stig við lok markaðar. Gengi krónu hefur veikst um 1,3% og er 160,7 stig en gjaldeyrismarkaðurinn er enn opinn, samkvæmt upplýsingum frá Markaðskvakt Mentis.

Eitt ár, upp á dag, er liði frá því að Úrvalsvísitalan náði hápunkti sínum. Hún reis hátt, var 9.016 stig sem er hæsta lokagildi hennar  frá upphafi. Frá þeim tíma hefur hún lækkað um 54%.

Færeysku bankarnir, Eik banki [ FO-EIK ] og Föroya banki [ FO-BANK ], leiða hækkanir dagsins, líkt og sjá má á meðfylgjandi töflu.

Century Aluminum [ CENX ] hefur lækkað mest eða um 4,6%.  Engu að síður eða það eina félagið á íslenska markaðnum sem hefur hækkað það sem af er ári. Sú hækkun nemur 28,6%.