Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,5% og er 4.937 stig við lok markaðar. Veltan nemur 11,9 milljörðum króna.

Að undanförnu hefur veltan verið lítil á hlutabréfamarkaði en það má rekja ágætlega líflegan dag til þess að félag í eigu Baugs Group færði til 5,6% hlut í FL Group til Landsbankans vegna fjármögnunar á framvirkum samningi. Markaðsverð viðskiptanna nam 7,2 milljörðum króna.

Auk þess var 726 milljón króna utanþingsviðskipti með bréf Kaupþings.

Danska vísitalan OMXC hækkaði um 0,7%, norska vísitalan OBX hækkaði um 0,4% og sænska vísitalan OMXS hækkaði um 1,7%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Atlantic Petroleum[ FO-ATLA ]  hækkaði um 3,5%, Century Aluminium [ CENX ] hækkaði um 3%, Landsbankinn [ LAIS ] hækkaði um 1,8%, Straumur [ STRB ] hækkaði um 1,2% og Glitnir [ GLB ] hækkaði um 1,2%.

Atorka Group [ ATOR ] lækkaði um 8,4% í veltu sem nemur 22 milljónum króna en fjárfestingafélagið samþykkti á aðalfundi í gær að greiða 26% af hagnaði síðasta árs í arð, 365 l[ 365 ] ækkaði um 3,4%, Föroya banki [ FO-BANK ] lækkaði um 1%, Teymi [ TEYMI ] lækkaði um 0,8% og Össur [ OSSR ] lækkaði um 0,6%.

Gengi krónu veiktist um 1% og er 138 stig.