Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,56% og er 7.815 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 4,5 milljörðum króna.

Altantic Petroleum hækkaði um 7,74% en félagið hefur hækkað um 51,54% frá áramótum, Bakkavör Group hækkaði um 0,89%, Exista hækkaði um 0,63%, Eimskip hækkaði um 0,58% og Marel hækkaði um 0,4%.

Icelandic Group lækkaði um 1,48%, 365 og Kaupþing lækkuðu 1,11%, Össur lækkaði um 0,87% og Actavis Group lækkaði um 0,76% en félagið birti uppgjör sitt á morgun.

Gengi krónu hefur veikst um 0,22% og er 116,9 stig.