Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,51% og er 5.709,45 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Atorka Group hækkaði um 3,60% en félagið birti í gær uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung og hafði hagnaður þess margfaldast frá sama tímabili fyrir ári, Dagsbrún hækkaði um 3,45%, Tryggingamiðstöðin hækkaði um 2,56%, Glitnir hækkaði um 2,26% og FL Group hækkaði um 1,56%.

Icelandic Group lækkaði um 1,73%, Avion Group lækkaði um 1,62%, Össur lækkaði um 1,36%, Landsbankinn lækkaði um 1,35% og Straumur-Burðarás lækkaði um 1,16%.

Gengi krónunnar styrktist um 0,32% og er gengisvísitala hennar 127,01 stig, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.

Bandaríkjadalur lækkaði um 0,25% gagnvart krónu og er skráður 71,66. Evra lækkaði um 0,43% gagnvart krónu og er skráð 92,02.