Úrvalsvísitalan lækkaði í dag um 1,3% og stóð við lok markaða í 644 stigum samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,1% í gær en hreyfðist lítið fram yfir hádegi. Um klukkan hálf tvö fór hún hins vegar að lækka.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga en aðeins tvö félög, Atorka og Bakkavör lækkuðu í dag og draga þannig Úrvalsvísitöluna niður.

Velta með hlutabréf var tæplega 55 milljónir krónur en þar af voru um 35 milljónir með bréf í Össur.

Þá var velta fyrir um 12,5 milljónir króna í Bakkavör og um 5,3 milljónir með bréf í Föroya banka.