Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,49% og er 6.085,81 stig.

Bréf Avion Group voru í fyrsta skipti skráð á markað í dag og hækkaði gengi bréfanna 18,3% frá útboðinu.

Viðskipti með bréfin námu 3,3 milljörðum. Lokagengi dagsins er 45,3 en útboðsverð bréfanna var 38,3.

Gengi Atlantic Petroleum heldur áfram að hækka og hækkaði félagið um 18,78%. Þar á eftir kom Straumur-Burðarás með 1,69% hækkun og Össur hækkaði um 0,89%.

Actavis Group lækkaði um 5,30%, Vinnslustöðin um 2,38% og Íslandsbankki lækkaði um 1,49%.