Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,26% og er 6.504 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Veltan nemur um 15,3 milljónum króna.

Veltuna má rekja til að Fjárfestingarfélagið Grettir minnkaði eignarhlut sinn í Straumi-Burðarási í 9,98% úr 15,87%. Verðmæti viðskiptanna nam 10,6 milljöðrum króna. Flöggunin birtist í gær og var kaupandinn Sund ehf.

Fjárfestingarfélagið Grettir bætti við eign sína í Avion Group í 11,53% úr 9,92%. Um er að ræða 28.964.950 hluti. Gengi Avion Group var 32,3 við lok markaðar og má því ætla að verðmæti viðskiptanna sé um 936 milljónir króna.

Avion Group hækkaði um 3,86%, Glitnir hækkaði um 2,29%, 1,72%, Marel hækkaði um 0,62% og Straumur-Burðarás hækkaði um 0,57%.

Atlantic Petroleum lækkaði um 10,53%, Alfesca lækkaði um 3,02%, Actavis Group lækkaði um 1,31%, Mosaic Fashions lækkaði um 1,18% og Flaga Group lækkaði um 0,58%.

Gengi krónu veikist um 0,7% og er 118,44 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.