*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 9. febrúar 2006 16:30

Í lok dags: Avion Group hækkar um 4,17% og Icelandic Group heldur áfram að lækka

Ritstjórn

Mikið líf var á hlutabréfamarkaðinum í dag.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,15% og er 6.658,55

Avion Group hefur hækkað mest, eða um 4,17%. Það er vegna kaupa félagsins á franska leiguflugfélaginu Star Airlines, segja sérfræðingar. Um hádegið hafði hækkunin numið meira en 5%. Gengi bréfanna fór hæst í 43,3 lokaði í 42,6.

Kögun hækkaði næst mest, eða um 3,54% í kjölfar kaupa Símans á 26,94% eignarhlut í félaginu og Tryggingamiðstöðin hækkar um 3,45% en félagið birti ársuppgjör í dag og skilaði met hagnaði. Félagið hækkaði um 10% í gær.

Icelandic Group lækkaði mest,eða um 2,25%. Félagið lækkaði um 4,81% í gær í kjölfar afkomuviðvörunar. Marel lækkaði næst mest, eða um 1,63% og Atorka Group lækkaði um 1,48%.