Úrvalvísitalan hækkaði um 0,70% og er 6.235 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Markaðvakt Mentis. Veltan nemur 4.975 milljónum króna.

FL Group hækkaði um 1,77%, Landsbankinn hækkaði um 1,61%, Straumur-Burðarás hækkaði um 1,19%, Kaupþing banki hækkaði um 0,86% og Exista hækkaði um 0,46%.

Avion Group lækkaði um 3,54% í 24 viðskiptum sem nema samtals um 130 milljónum króna, Flaga Group lækkaði um 0,73%, Marel lækkaði um 0,64%, Dagsbrún lækkaði um 0,43% og Actavis Group lækkaði um 0,16%.

Gengi krónu styrktist um 0,37% og er 119,7 stig við lok dags.