Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,25% og er 6.009,99 stig.

Tryggingamiðstöðin hækkaði mest, eða um 8,46%. Þar á eftir kemur Atorka Group með 0,80% hækkun og Atlantic Petroleum hækkaði 0,13%.

Avion Group lækkaði mest allra fyrirtækja í Kauphöllinni, eða um 4,19%. Þar á eftir kemur FL Group með 4,05% lækkun. Því næst lækkaði Íslandsbanki um 3,02%.

Gengi krónunnar veiktist um 0,70% og er gengisvísitalan 104,58 stig.

Dollarinn hækkaði um 0,39 gagnvart krónunni og evran lækkaði um 1,12% gagnvart krónunni.