Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hækkaði um 0,9% í dag og er 4.698 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Vísitalan hefur sveiflað nokkuð í dag, hækkaði við opnun markaðar um um það bil 1%, um klukkan tvö leytið var hún orðin lítillega rauð og náði sér aftur á strik fyrir lok markaða.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir og lækkanir einstakra félaga.

Veltan nam um tveimur milljörðum króna og mest var veltan með bréf í Landsbankanum [ LAIS ] eða fyrir tæplega 500 milljónir.

Bakkavör Group [ BAKK ] hækkaði mest eða um 6,5% en á sjö daga hækkun nemur 0,5%.

Danska vísitalan OMXC lækkaði um 0,8%, norska vísitalan OBX lækkaði um 0,6% og sænska vísitalan lækkaði um 0,4%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.