Úrvalsvísitalan lækkaði í dag um 0,7% og stóð við lok markaða í 369 stigum samkvæmt Markaðsvaktinni.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,1% í gær og hafði um tíma í dag lækkað um tæpt 1%.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga. Á hádegi hafði aðeins eitt félag, Atlantic Patroleum hækkað en alls hækkuðu þó fimm félög í dag.

Þrjú félög lækkuðu í dag. Bakkavör um 4,9%, Straumur um 3,2% og Eimskipafélagið um 1,5%.

Velta með hlutabréf var um 300 milljónir króna en þar af voru tæpar 194 milljónir króna með bréf í Straum.

Þá var velta fyrir rúmar 75 milljónir króna með bréf í Marel og tæpar 13 milljónir króna með bréf í Össur.