Úrvalsvísitalan lækkaði í dag um 2,7% og stóð við lok markaða í 641 stigi samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,1% á föstudaginn en hækkaði þó um 1% í síðustu viku. Hún tók hins vegar að lækka strax við opnun í morgun.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga.

Velta með hlutabréf var um 18 milljónir króna en þar af voru um 5,4 milljónir með bréf í Össur.

Þá fóru fram ein stök viðskipti fyrir tæpar 3,7 milljónir króna með bréf í Century Aluminum og voru það einu viðskipti dagsins í félaginu.

Þá var velta fyrir rúmar 3,1 milljón króna með bréf í Bakkavör en félagið lækkaði mesta allra félaga í Kauphöllinni í dag eða um 29,2%.

Rétt er að vekja athygli á því að frá og með deginum í dag lokar Kauphöllin kl. 16:23 þar sem vetrartími hefur tekið gildi í Evrópu.