Úrvalsvísitalan lækkaði í dag um 1,8% og stóð við lok markaða í 362 stigum samkvæmt Markaðsvaktinni.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,7% í gær og hélt áfram að lækka við opnun í morgun. Um hádegisbil tók hún lítillega við sér en fór þó að lækka fljótlega aftur.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga en aðeins eitt félag, Icelandair Group hækkaði í dag, þó aðeins um 0,4%.

Bakkavör lækkaði hins vegar mest allra félaga eða um 15,6%.

Velta með hlutabréf var um 130 milljónir króna en þar af voru rétt rúmar 112 milljónir króna með bréf í Straum.

Þá var velta fyrir rúmar 9 milljónir króna með bréf í Marel og tæpar 5 milljónir króna með bréf í Bakkavör.