Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hækkaði um 0,7% og er 4.362 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Til samanburðar þá stóð vísitalan í stað við hádegi.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir og lækkandi einstakra félaga.

Gjaldeyrismarkaðir er enn opnir, en það sem af er degi, hefur krónan styrkst um 1,3% og er 153,4 stig.

Velta á hlutabréfamarkaði nam 1,3 milljarði króna. Sérfræðingar sögðu fyrr í dag við Dow Jones fréttaveituna að velta væri lítil á hlutabréfamörkuðum á Norðurlöndunum.

Century Aluminium [ CENX ] hækkaði um 7,5% á íslenska markaðnum. Í Bandaríkjunum nemur hækkunin 8,7%, samkvæmt upplýsingum Euroland. Engar fréttir hafa borist frá félaginu, eftir því sem næst verður komist.

Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu lokuðu  grænar í dag. Danska vísitalan OMXC hækkaði um 0,3%, norska vísitalan OBX hækkaði um 1% og sænska vísitalan OMXS hækkaði um 1,3%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.