Úrvalsvísitalan hækkað um 1,23% við lok markaðar og er 8.100 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur um tíu milljarði króna.

Um hádegi hafði Century Aluminium hækkað um 2,97% en tók svo á sprett og lauk deginum með því að hafa farið upp um 10,98% í 14 viðskiptum, Landsbankinn hækkaði um 2,74%,
Bakkavör Group hefur hækkað um 2,6%, Glitnir hækkað um 1,79% og Straumur hækkaði um 1,77%.

Eimskip lækkaðiu m 1,12%, Icelandic Group lækkað um 0,83%, Marel lækkaði um 0,42% og Atlantic Petroleum lækkaði um 0,18%.

Gengi krónu styrktist um 0,54% og er 120,8 stig.