Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,63% og er 6.315 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 12.220 milljónum króna.

Dagsbrún hækkaði um 7,71% (sjö daga breyting nemur 18,08%), Straumur-Burðarás hækkaði um 1,72%, FL Group hækkaði um 1,71%, Icelandic Group hækkaði um 1,28% og Vinnslustöðin hækkaði um 1,12%.

Sláturfélag Suðurlands lækkaði um 5,26%, Exista lækkaði 1,28%, HB Grandi lækkaði um 0,83%, Marel lækkaði um 0,64% og Landsbankinn lækkaði um 0,37%.

Gengi krónu styrktist um 0,38% og er 122,4 stig við lok markaðar.