Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,69% og er 6.181 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 6.657 milljónum króna.

Í dag var opnað fyrir viðskipti með bréf Exista í Kauphöllinni og nam veltan með bréf félagsins 666 milljónum í 146 viðskiptum. Útboðsgengið var 21,5 krónur á hlut en er 22,6 krónur á hlut við lok markaðar í dag.

Icelandic Group hækkaði um 1,33%, Marel hækkaði um 1,25%, Bakkavör Group hækkaði um 1,23%, Kaupþing banki hækkaði um 1,19% og FL Group hækkaði um 0,98%.

Dagsbrún lækkaði um 2,66%, Vinnslustöðin lækkaði um 1,11% og Grandi lækkaði um 0,82%.