Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,06% og er 6.247 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 5.634 milljónum króna.

Exista hækkaði um 2,21%, Landsbankinn hækkaði um 1,54%, Bakkavör Group hækkaði um 1,22%, Alfesca hækkaði um 1,22% og Glitnir hækkaði um 1,01%.

Dagsbrún lækkaði um 2,74%, Avion Group lækkaði um 0,91%, Straumur-Burðarás lækkaði um 0,29% og Mosaic Fashions lækkaði um 0,57%.

Gengi krónu styrktist um 0,46% og er 122,6 stig við lok markaðar.