Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,2% í dag og stóð við lok markaða í 3.091 stigi samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,4% á föstudaginn og hélt áfram að lækka við opnun markaða í morgun þó lækkunin væri nokkuð minni en sést hefur í Evrópu í dag.

Kl. 13:45 stóð Úrvalsvísitalan í 3.060 stigum en hækkað þá lítillega.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu hækkanir og lækkanir einstakra félaga en ekkert félag hækkaði í dag. Færeysku félögin Century Aluminum og Atlantic Patroleum lækkuðu um rúm 22% og Bakkavör lækkaði um 13,2%.

Velta með hlutabréf var lítil í dag eða um 1,3 milljarðar króna en í morgun voru viðskipti með fjármálafyrirtæki stöðvuð af Fjármálaeftirlitinu.

Þar ef voru rúmar 330 milljónir króna með bréf í Össur, rúmar 310 milljónir með bréf í Marel, um 155 milljónir með bréf í Exista og rúmar 105 milljónir með bréf í Bakkavör en nokkuð minni velta er með bréf í öðrum félögum.

Krónan hefur veikst um 0,6% frá opnun gjaldeyrismarkaða í morgun og er gengisvísitalan nú 207,1 stig. Gjaldeyrismarkaðir eru þó enn opnir.