Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] lækkaði í dag um 0,7% og stóð við lok markaða í 4.228 stigum.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir og lækkanir einstakra fyrirtækja.

Rétt er að vekja athygli á því að fram yfir hádegi hafði ekkert félag hækkað í Kauphöllinni en eins og sjá má varð þar breyting á seinni part dags.

Þá lækkaði Eik banki [ FO-EIK ] nokkuð hratt eftir hádegi og hafði við lok markaða lækkað um 9%. Lengi framan af leiddi Atorka [ ATOR ] lækkanir dagsins eftir að hafa birt uppgjör sitt í gærkvöldi.

Velta með hlutabréf var um 2,7 milljarðar. Stærsti hluti þeirrar veltu, eða tæpir 1,6 milljarðar voru með bréf í Kaupþing [ KAUP ].

Þá var velta með bréf í Glitni [ GLB ] fyrir rúma 440 milljónir, rúmar 260 milljónir með bréf í Landsbankanum [ LAIS ] og tæpar 180 milljónir með bréf í Exista [ EXISTA ].

Krónan hefur nú styrkst um 0,1% frá opnun gjaldeyrismarkaða og stendur gengisvísitalan nú í 158,5 stigum.