Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,69% og er 8.903 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 14,1 milljarði króna.

Eik banki hækkaði um 2,48%, Alfesca hækkaði um 1,54%, Teymi hækkaði um 0,53%, Icelandic Group hækkaði um 0,48% og Atlantic Petroleum hækkaði um 0,44%.

Century Aluminum lækkaði um 1,97% en uppgjör fyrir annan ársfjórðung birtist fyrir opnun markaðar á morgun, Straumur-Burðarás lækkaði um 1,53%, Landsbankinn lækkaði um 1,35%, Icelandair Group lækkaði um 1,32% og Bakkavör Group lækkaði um 0,99%.

Gengi krónu styrktist um 0,22% og er 110,8 stig.