Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,08% og er 6.778 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá M5. Frá áramótum hefur úrvalsvísitalan hækkað um 5,77%. Veltan nam 6.073 milljónum króna í dag.

Eimskip hækkaði um 2,46% en greiningardeild Glitnis birti afkomuspá eftir lokun markaðar í gær og yfirvigtaði tvö félög ? Eimskip og Kaupþingi, Exista hækkaði um 1,67%, Mosiac Fashions hækkaði um 1,33%, Actavis hækkaði um 1,05% og Flaga Group hækkaði um 0,76%.

Marel lækkaði um 1,29% en greiningardeild Glitnis undirvigtaði félagið í afkomuspánni sem og Bakkavör, sem lækkaði um 1,47%, Össur lækkaði um 0,44%, 365 lækkaði um 0,4% sem einnig var undirvigtað í afkomuspánni og Kaupþing lækkaði um 0,11%.

Gengi krónu veikst um 0,82% og er 127,2 stig við lok markaðar.