*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 12. júní 2008 15:45

Í lok dags: Eimskipafélagið lækkar um 15,4%

Ritstjórn

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,2% og er 4.429 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Eimskipafélagið tilkynnti um í gærmorgun að það hafi afskrifað Innovate Holding með öllu en bókfært virði þess var 74,1 milljónir evra eða 8,8 milljarðar króna. Afskriftin nemur 18% af eigin fé félagsins. Eimskipafélagið lækkaði um 15,4% í dag. Í gær nam lækkunin 12,7%.

Þær fregnir hafa haft slæm áhrif á fjárfesta að einverju leyti, að sögn sérfræðinga, sem má meðal annars endurspeglast í gengisfalli Teymis og jafnvel Icelandair. Lítil viðskipti eru þó þar að baki.

Norska vísitalan OBX hækkaði um 1,5%, sænska vísitalan OMXS hækkaði um 0,9% og danska vísitalan OMXC stendur í stað, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.