Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,9% í dag og stóð við lok markaða í 675 stigum samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Athygli vekur að aðeins eitt félag, Bakkavör hækkaði í dag en félagið hækkaði um 39,3% viðskiptum að andvirði rúmar 640 þúsund krónur.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,3% í gær og hefur því hækkað alla þessa viku.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga.

Heildarvelta með hlutabréf var um 19 milljónir króna en þar af voru 11,8 milljónir með bréf í Marel en í morgun fóru fram stök viðskipti í félaginu fyrir rétt rúmar 4,9 milljónir króna og rétt fyrir lok markaða fóru fram önnur stök viðskipti fyrir 3,5 milljónir.

Velta með bréf í Marel ber af það sem af er viku og er tæpar 139 milljónir króna.

Þá er velta fyrir tæpar 3,4 milljónir með bréf í Össur og tæpa milljón með bréf í Icelandair Group.