Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] lækkaði í dag um 1,2% og stóð við lok markaða í 4.121 stigi samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu breytingar einstakra félaga en ekkert félag hækkaði í dag.

Eina félagði sem hækkaði um tíma í dag var Eik banki [ FO-EIK ] en athygli vekur að félagið lækkaði síðan mest allra félaga í Kauphöllinni í dag. Velta með bréf í félaginu var þó ekki mikil eða um 330 þúsund krónur.

Heildarvelta með hlutabréf var þó um 4 milljarðar en þar af var tæpur helmingur, eða 1,9 milljarðar með bréf í Kaupþing [ KAUP ].

Þá var velta fyrir rúmar 760 milljónir með bréf í Landsbankanum [ LAIS ], rúmar 550 milljónir með bréf í Glitni [ GLB ] og um 330 milljónir með bréf í Straum [ STRB ] en minni velta var með bréf í öðrum félögum.

Krónan hefur veikst um 0,6% það sem af er degi og stendur gengisvísitalan  nú í 161,6 stigum.