Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,59% og er 6.632 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 11.760 milljörðum króna.

Exista hækkaði um 5,33%, Teymi hækkaði um 4,29%, Kaupþing banki hækkaði um 2,91%, Landsbankinn hækkaði um 2,55% og FL Group hækkaði um 2,27%.

Marel lækkaði um 1,29%, Mosaic Fashions og Alfesca lækkuðu um 0,99%, Tryggingamiðstöðin lækkaði um 0,81% og Flaga Group lækkaði um 0,76%.

Gengi krónu veiktist um 0,14% og er 125,7 stig við lok markaðar.