Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] lækkaði í dag um 0,8% og var við lok markaða 4.208 stig.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu lækkanir einstakra félaga en Exista [ EXISTA ] lækkaði mest allra félaga í dag eða um 3,5%.

Velta með hlutabréf var um 1,1 milljarður. Þar af voru um 330 milljónir með bréf í Exista, 240 milljónir með bréf í Marel [ MARL ] sem í morgun kynnti uppgjör annars ársfjórðungs, um 220 milljóna króna velta var með bréf í Kaupþing [ KAUP ] og um 190 milljónir í Landabankanum [ LAIS ] en talsvert minni velta er með hlutabréf í öðrum félögum.

Krónan hefur styrkst lítillega eða um 0,1% frá opnum gjaldeyrismarkaða og er gengisvísitalan nú 158,6 stig. Sú styrking kom til nú seinni part dags en fram undir og eftir hádegi hafði krónan veikst um 0,1%.