Úrvalsvísitalan lækkaði um 4,5% og er 5.051 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam sjö milljörðum króna. Frá áramótun nemur lækkun vísitölunnar 20%.

Úrvalsvísitalan fór niður fyrir fimm þúsund stiga múrinn í dag en lauk deginum 51 stigi yfir fimm þúsund en líta má á það gildi sem sálfræðilegan múr.

Atlantic Petroleum [ FO-BANK ] hækkaði um 4,2% og Alfesca [ A ] hækkaði um 0,2%.

Exista [ EXISTA ] lækkaði um 11% - frá áramótum nemur lækkunin 41%, Spron [ SPRON ] lækkaði um 7,6% - frá áramótum nemur lækkunin 38,4%, Eimskip [ HFEIM ] lækkaði um 6,4% - frá áramótum nemur lækkunin 20,2%, Eik banki [ FO-EIK ]lækkaði um 6,4% - frá áramótum nemur lækkunin 21,2% og Bakkavör Group[ BAKK ] lækkaði um 5,3% - frá áramótum nemur lækkunin 17,44%.

Gengi krónu veiktist um 1,8% og er 128,6 stig.

Breska vísitalan FTSE100 lækkaði um 2,3%, danska vísitalan OMXC lækkaði um 1,3%, norska vísitalan OBX lækkaði um 2,2% og OMXS lækkaði um 3%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.