Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] lækkaði í dag um 0,6% og stóð við lok markaða í 4.207 stigum samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir og lækkanir einstakra félaga, en þar sést hvernig fjármálafyrirtækin (sem vega þyngst í Úrvalsvísitölunni) leiddu lækkanir dagsins.

Velta með hlutabréf var um 1,4 milljarðar. Þar af voru um 515 milljónir með bréf í Glitni [ GLB ], rúmar 260 milljónir með bréf í Kaupþing [ KAUP ], um 225 milljónir með bréf í Straum [ STRB ] og rúmar 190 milljónir með bréf í Landsbankanum [ LAIS ] en minni velta var með önnur félög.

Krónan hefur veikst um 0,5% það sem af er degi og er gengisvísitalan nú 159,3 stig en gjaldeyrismarkaðir eru enn opnir.