Úrvalsvísitalan (OMXI6) lækkaði um 1,9% í dag og stóð við lok markaða í 824 stigum samkvæmt Markaðsvaktinni.

Vísitalan lækkaði um 1,3% á föstudag en lækkaði jafnt og þétt í dag.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 2,7% og stendur nú í 270 stigum.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga í Kauphöllinni en Atlantic Petroleum leiddi lækkanir dagsins, líkt og á föstudag, og lækkaði um 21,4% í dag. Þannig hefur félagið lækkað um 38,9% síðustu sjö viðskiptadaga og 50,9% s.l. fjórar vikur.

Athygli vekur þó að aðeins voru viðskipti með bréf í félaginu fyrir rúmar 4 þúsund krónur í dag, og í tveimur viðskiptum.

Aðeins eitt félag, Föroya banki hækkaði í dag eða um 0,5% en viðskipti með bréf í félaginu námu um 76 þúsund krónum.

Velta með hlutabréf var um 165 milljónir króna en þar af voru rúmar 90 milljónir með bréf í Straum.

Þá var velta fyrir tæpar 60 milljónir króna með bréf í Össur og tæpar 12 milljónir króna með bréf í Marel en minni velta var með bréf í öðrum félögum.

Velta með skuldabréf nam í dag rúmum 8,3 milljörðum króna.