Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,17% og er 5.402,85 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Veltan nam um 3,2 milljörðum króna.

Markaðurinn opnað með krafti en fimm mínútum eftir opnum var tilkynnt um 645 milljón króna utanþingsviðskipti með bréf Landsbankans og um klukkan hálf þrjú var tilkynnt um 561 milljón króna utanþingsviðskipti með bréf Bakkavarar Group.

Flaga Group hækkaði um 3,51%, FL Group hækkaði um 3,27% en félagið birti uppgjör sitt eftir lok markaðar í gær sem var yfir væntingum greiningaraðila, Vinnslustöðin hækkaði um 2,38%, Bakkavör Group hækkaði um 0,98% og Atorka Group hækkaði um 0,87%.

Össur lækkaði um 1,32%, Straumur-Burðarás lækkaði um 1,26%, Marel lækkaði um 0,61% og Glitnir lækkaði um 0,56%.

Gengi krónu styrktist um 0,33% og er 124,33 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.