Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,08% í dag og er 6.802,07 stig.

Það vekur athygli að FL Group hækkar um 0,76% í dag en síðustu tvo daga hefur félagið lækkað talsvert eftir gífurlegar hækkanir að undanförnu. Hækkunina má rekja til kaupa félagsins á 8,2% hlut í danska raftækjaframleiðandanum Bang og Olufsen.

Marel hækkaði mest í dag, eða um 4,84%, Össur hækkaði um 3,33% og Dagsbrún hækkaði um 3,06%.

Alfesca, sem áður hét SÍF, lækkaði um 2,34%, Kaupþing banki lækkaði um 1,52% og Bakkavör lækkaði um 1,51%.