Gengi bréfa FL Group hækkaði um 8,1% í dag og segja sérfræðingar að ástæðan sé sala félagsins á 16,9% hlut sínum í easyJet. Söluhagnaður félagsins nam rúmum tólf milljörðum.

Gengi bréfa FL Group hefur nú hækkað um 12% frá áramótum og hefur verið viðsnúningur á gengi bréfanna í kjölfar mikillar lækkunar á síðustu vikum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,23% og stendur í 5725 stigum í lok dags.

Flaga hækkar um 5,8%, Kaupþing um 2%, Landsbankinn um 3% og Glitnir um 1,8%.