Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,63% í dag og er 6.734,17 stig.

FL Group hækkaði mest í dag, eða um 5,24%. Í gær hækkaði fyrirtækið um 4,20% í kjölfar tilkynningar um að félagið er að fara setja Icelandair Group á markað.

Tryggingamiðstöðin hækkaði næst mest, eða um 3,98% og Íslandsbanki hækkaði um 2,38%.

Alfesca lækkaði mest, eða um 1,47%, en það er nýtt nafn á SÍF. Atlantic Petroleum lækkaði um 1,47% en fyrirtækið hefur hækkað mest allra félaga á íslenska markaðinum, eða um 66,47% frá áramótum og Össur lækkaði þriðja mest, eða um 0,97%.

Það vekur athygli að Kögun lækkaði um 0,92 en félagið tilkynnti í dag um kaup á meirihlutanum í EJS í gegnum Skýrr.

Gengi krónunnar veiktist um 0,23% í dag og gengisvísitalan er 106,6 í lok dags. Dollarinn hækkaði um 0,28% gagnvart krónunni og evran hækkaði um 0,22%.