Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,08% og er 6.474 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 7.039 milljónum króna.

FL Group hækkaði um 1,76%, Icelandic Group hækkaði um 1,26%, Tryggingamiðstöðin hækkaði um 1,25%, Atorka Group 1,09% og Atlantic Petroleum hækkaði um 1,02%.

Dagsbrún lækkaði um 0,79%, Landsbankinn lækkaði um 0,72%, Avion Group lækkaði um 0,71%, Alfesca lækkaði um 0,64% og Mosaic Fashions lækkaði um 0,59%.

Gengi krónu styrktist um 0,26% og er 118 stig.