Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,51% í dag og er 6.692,24 stig.

FL Group hækkaði mest, eða um 4,20% en fyrirtækið tilkynnti í dag að það hyggist skrá Icelandair Group í Kauphöll Íslands, ásamt því að selja Hertz og Kynnisferðir.

Atorka Group hækkaði næst mest, eða um 3,33%. Félagið keypti 23.000.000 hluti í sjálfum sér á genginu 6,18. Markaðsvirði hlutarins er um 142 milljónir og er það um helmingur af veltu dagsins með bréf félagsins.

Mosaic Fashions hækkaði um 1,69%. Kevin Stanford seldi 8,20% hlut í félaginu í dag. Það eru 237.728.441 hlutir og miðað við lokaverð í Kauphöllinni er markaðsvirði hlutarins 4,2 milljarðar króna.

Marel lækkaði mest í dag, eða um 2,11%, Bakkavör Group lækkaði næst mest, eða um 1,51% og Flaga Group lækkaði um 1,04%.