Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,78% og er 6.295 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 9.669 milljónum króna.

Stærstu einstöku viðskiptin voru 785 milljón króna viðskipti með bréf Kaupþings banka á genginu 872 og eru ekki verðmyndandi. Gengi bankans er 867 krónur á hlut við lok markaðar og nam hækkun dagsins 0,62%.

Næststærstu viðskiptin eru 588 milljón króna viðskipti með bréf Exista á genginu 23,5. Gengi Exista er 23,4 við lok markaðar. Exista hefur hækkað um 0,62%.

Að auki hafa þrjú stór viðskipti átt sér með bréf Landsbankans. 528 milljón króna viðskipti á genginu 26,4, 477 milljóna króna viðskipti á genginu 26,5 og 264 milljón króna viðskipti á genginu 26,4. Gengi bankans er 26,6 krónur á hlut við hádegi.

FL Group hækkaði um 4,83%, Össur hækkaði um 1,62%, Glitnir hækkaði um 1,49%, Straumur-Burðarás hækkaði um 1,18% og Mosaic Fashions hækkaði um 0,62%.

Flaga Group lækkaði um 1,27%, Atorka lækkaði um 0,78%, Dagsbrún lækkaði um 0,43%, Avion Group lækkaði um 0,3% og Bakkavör Group um 0,17%

Gengi krónu hefur styrkst um 0,18% og er 122,5 stig við lok markaðar.