Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,25% og er 5.433,84 stig samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Tryggingamiðstöðin hækkaði um 6,11%, Actavis Group hækkaði um 1,10% og Atlantic Petroleum hækkaði um 0,73%

FL Group lækkaði um 3,33% en í gær hækkaði félagið um 7,78% en þann dag keypti það eigin bréf fyrir um 2,9 milljarða, Flaga Group lækkaði um 3,31%, Avion Group og Össur lækkuðu um 0,92% og Bakkavör Group lækkaði um 0,66%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,06% og er gengisvísitalan 132,02 stig, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.