Úrvalsvísitalan lækkar um 3,80% og er 5.958,54 stig. Á síðustu sjö dögum hefur vísitalan lækkað um 8,17% en frá áramótum hefur hún hækkað um 7,66%.

Mosaic Fashions hækkaði mest, eða um 1,76%, Bakkavör Group hækkaði um 1,64%, Össur hækkaði um 1,35%, Atlantic Petroleum hækkaði um 0,74% og Actavis Group hækkaði um 0,69%.

FL Group leiðir lækkunina. Félagið hefur lækkað um 6,67%. Kaupþing banki hefur lækkað um 5,73%, Dagsbrún hefur lækkað um 5,48%, Landsbankinn hefur lækkað um 4,85% og Íslandsbanki hefur lækkað um 4,17%.

Gengi krónunnar veiktist um 1,67% í viðskiptum dagsins. Dollar hækkaði um 1,31% gagnvart krónu og evran um 1,85% gagnvart krónu.