Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,27% í dag og er 6.925,45 stig.

Athygli vekur að FL Group lækkaði um 0,72% í dag eftir miklar hækkanir á undanförnum dögum í kjölfar tilkynningu um að setja Icelandair Group á markað.

Hlutabréf félagsins hafa hins vegar hækkað um 44% frá áramótum og rúm 14% frá því um miðjan dag á föstudag.

Alfesca hækkaði mest, eða um 5,19%. Hækkunina má rekja til birtingar á sex mánaða uppgjöri félagsins sem var í takt við væntingar greiningaraðila.

Landsbankinn hækkaði einnig mikið í dag eða um 5,07%, Actavis Group hækkaði þriðja mest, eða um 4,04%.

Þau félög sem lækkuðu mest í dag hafa öll lækkað talsvert frá áramótum.

Marel lækkaði mest félaga í Kauphöll Íslands í dag, eða um 1,90% og hefur lækkað um 4,61% frá áramótum.

Icelandic Group lækkaði um 1,16% og hefur lækkað um 4,61% frá áramótum og Avion Group lækkaði um 0,93% í dag og hefur lækkað um 6,60% frá því áramótum.