Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,06% og er 6.464 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 3.487 milljónum króna.

Flaga Group hækkaði um 11,49% í 25 viðskiptum sem nema samtals 112,6 milljónum króna. Félag í eigu Boga Pálssonar, stjórnarformanns Flögu Group, keypti í félaginu fyrir um 85,7  auk þess keypti Dave Blake forstjóri fyrir um 6,8 milljónir í félaginu.

Hampiðjan hækkaði um 5,26%, Marel hækkaði 3,9%, 365 lækkaði um 2,82% og Össur hækkaði um 0,89%.

Mosaic lækkaði um 1,24%, Exista lækkaði um 0,9%, Kaupþing banki lækkaði um 0,83%, Bakkavör Group lækkaði um 0,64% og Glitnir lækkaði um 0,42%.

Gengi krónu styrktist um 0,23% og er 125,3 stig við lok markaðar.